Back to All Events

A Human Workplace Reykjavik

Fyrsta A Human Workplace Reykjavík! vinnustofan verður haldinn á hótel Sögu mánudaginn 11. nóvember frá 9:15-11:30.

A Human Workplace er vaxandi hreyfing fólks sem hefur áhuga á að breyta vinnustöðum um heim allan. Hreyfingin eða samféalgið var stofnað í Washington af Renée Smith og einblínir á að skoða, finna og vinna með aðferðir sem snúast um það að vera manneskja í vinnunni. Skoðið heimasíðu samfélagsins til að sjá meira um þau, https://www.makeworkmorehuman.com/gatherings.

Sýnt hefur verið fram á að tilfinningalegt öryggi og manneskjulegir vinnustaðir eru lykillinn að því auka framleiðni, helgun og árangur fyrirtækja ásamt því að auka gleði og vellíðan starfsfólks. Ef þú hefur áhuga á að læra hvernig þú getur styrkt þína vinnustaðarmenningu þá máttu ekki missa af þessu.

Við hverju máttu búast?
A Human Workplace samfélagið einblínir á að skoða, fræðast og hvetja aðra til að vinna með það að auka ást og búa til manneskjulegri vinnustaði. Að hafa þennan fókus þýðir að við viljum skipta frá hefðbundinni óttastjórnun í umhyggjustjórnun þar sem teymi og fólk skapa raunverulegt virði saman og nýsköpun sprettur af virðingu og umhyggju fólks hvert fyrir öðru.

Hvað ætlum við að gera?
Á þessari fyrstu vinnustofu mun Renée kynna þessa nálgun fyrir þátttakendum og skoða spurninguna „Hvað gerir vinnustaði manneskjulega?“ Frá efni morgunfundarins mun Renée tala meira um jákvæða reynslu þeirra sem hafa sett traust, virðingu, góðmennsku, samkennd, hluttekningu og þakklæti í forgrunn fyrirtækja sinna. Hér verður farið ofan í saumana á því hvaða virði það hefur og hversu mikilvægt það er að marka stefnu fyrirtækja út frá þessum sjónarhóli og skapa þannig jákvæða, skilvirka og manneskjulega vinnustaði.

Hvernig gerum við þetta?
Þetta samfélag er opið, öruggt og tekur vel á móti öllum. Markmiðið er að öllum finnist þeir vera hluti af þessari samræðu þar sem við höfum öll eitthvað fram að færa og getum öll lært hvert af öðru sem manneskjur. A Human Workplace vinnustofa einkennist af tengslum, endurgjöf, samtali og leit að þekkingu. Ekki búast við því að Renée tali til ykkar heldur að hún búi til samtal þar sem þið skoðið, kannið og staðfestið hvað skiptir okkur mestu máli varðandi það að vera manneskja í vinnunni og í lífinu.

Vinnustofan er haldinn á hótel Sögu og þátttökuverð er 20.000kr. og skráning er á events@manino.is.

Þátttakendur vinnustofunnar fá aðgang að morgunverðarfundi Renée sem er á sama stað klukkan 8:15.

https://www.facebook.com/events/2466698300275069/